fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Merkel segir að Rússar hafi brotist inn í tölvupóst hennar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 22:09

Angela Merkel hefur nú látið af embætti kanslara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir hafa sannanir fyrir að Rússar hafi njósnað um hana og brotist inn í tölvupósta hennar. Þetta sagði hún í þýska þinginu á miðvikudaginn.

Hún sagði að í sannleika sagt þá særði þetta hana. Hún reyndi að byggja upp betra samband við Rússland á hverjum degi en samtímis finnist beinharðar sannanir fyrir að Rússar hafi gert þetta.

Áður hafði Der Spiegel skýrt frá því að rússneska leyniþjónustan GRU hafi brotist inn í tölvupósta Merkel og þýska þingsins árið 2015.

Talsmenn þýska þingsins hafa ekki viljað tjá sig um málið og það hafa rússnesk stjórnvöld heldur ekki viljað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því