fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Singapore fær herstöðvar í Ástralíu – Eru 10 sinnum stærri en Singapore

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 20:15

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Her hins litla ríkis Singapore hefur nær allt það sem her þarf að hafa. Mikið af peningum, nútímaleg vopn, hátæknibúnað af ýmsu tagi, vel þjálfaða hermenn, herskyldu og velþjálfað varalið sem er hægt að virkja með skömmum fyrirvara. En það eina sem hann skortir er pláss. Herþota er varla farin á loft þegar hún er komin út úr lofthelgi landsins.

Singapore hefur því þörf fyrir meira pláss fyrir herinn svo hann geti sinnt æfingum eins og skyldi. Herinn er með margar herstöðvar og æfingaaðstöður meðfram ströndum landsins en það dugir ekki til. En nú hefur verið ráðin bót á þessu því Singapore hefur samið við áströlsk yfirvöld um 25 ára samstarfssamning á sviði hermála. Singapor fær nú aðgang að svæðum, fyrir herinn, í Queensland en þessi svæði eru 10 sinnum stærri en Singapore.

Á þessum svæðum verða reist fullkomin æfingasvæði þar sem landherinn og flugherinn geta stundað æfingar. Einnig verður æft með ástralska hernum.

Samningurinn byggir á gildandi samningi frá 2016. Þegar búið verður að koma upp viðeigandi aðstöðu getur her Singapore stundað æfingar í Ástralíu í 18 vikur á ári og mega allt að 14.000 hermenn taka þátt í þeim. Samkvæmt gamla samningnum máttu æfingarnar ná yfir 6 vikur á ári og máttu allt að 6.000 hermenn taka þátt í þeim.

Singapore hefur einnig aðgang að nokkrum áströlskum herstöðvum og flugvöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi