fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Sjúkraskip átti að létta undir með sjúkrahúsum í New York – Aðeins 20 lagðir inn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 22:00

U.S.N.S. Comfort. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn lagðist U.S.N.S. Comfort, sjúkraskip frá bandaríska flotanum, að bryggju í New York til að létta álaginu á sjúkrahúsin í borginni en þar er ástandið skelfilegt vegna COVID-19 faraldursins. Á fimmtudaginn höfðu aðeins 20 sjúklingar verið fluttir um borð í skipið. Ástæðurnar eru öryggismál og skrifræði.

New York Times skýrir frá þessu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta brandari. Við erum í erfiðum aðstæðum hér, þetta er vígvöllur.“

Sagði Michael Dowling, forstjóri Northwell Health sem eru samtök flestra sjúkrahúsa í borginni.

Þegar Comfort var sent til New York var sagt að það ætti að létta á sjúkrahúsum borgarinnar með því að taka við sjúklingum sem ekki eru smitaðir af COVID-19. Til að koma í veg fyrir að COVID-19 smit berist um borð þarf fyrst að leggja sjúklingana formlega inn á sjúkrahús í borginni þar sem rannsakað er hvort þeir séu smitaðir. Síðan er hægt að fara að huga að því að senda þá til Comfort. Þetta eykur auðvitað álagið á sjúkrabílaþjónustu borgarinnar sem hefur fyrir í nægu að snúast.

Ekki má flytja sjúklinga um borð sem eru með einhvern af 49 ákveðnum sjúkdómum sem eru skilgreindir sérstaklega. COVID-19 er einn af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn