fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Pressan

Sjúkraskip átti að létta undir með sjúkrahúsum í New York – Aðeins 20 lagðir inn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 22:00

U.S.N.S. Comfort. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn lagðist U.S.N.S. Comfort, sjúkraskip frá bandaríska flotanum, að bryggju í New York til að létta álaginu á sjúkrahúsin í borginni en þar er ástandið skelfilegt vegna COVID-19 faraldursins. Á fimmtudaginn höfðu aðeins 20 sjúklingar verið fluttir um borð í skipið. Ástæðurnar eru öryggismál og skrifræði.

New York Times skýrir frá þessu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta brandari. Við erum í erfiðum aðstæðum hér, þetta er vígvöllur.“

Sagði Michael Dowling, forstjóri Northwell Health sem eru samtök flestra sjúkrahúsa í borginni.

Þegar Comfort var sent til New York var sagt að það ætti að létta á sjúkrahúsum borgarinnar með því að taka við sjúklingum sem ekki eru smitaðir af COVID-19. Til að koma í veg fyrir að COVID-19 smit berist um borð þarf fyrst að leggja sjúklingana formlega inn á sjúkrahús í borginni þar sem rannsakað er hvort þeir séu smitaðir. Síðan er hægt að fara að huga að því að senda þá til Comfort. Þetta eykur auðvitað álagið á sjúkrabílaþjónustu borgarinnar sem hefur fyrir í nægu að snúast.

Ekki má flytja sjúklinga um borð sem eru með einhvern af 49 ákveðnum sjúkdómum sem eru skilgreindir sérstaklega. COVID-19 er einn af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur