fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Kórónufaraldursþversögnin – Minni mengun og færri dauðsföll

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 05:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir fylgjast eflaust með fréttum af COVID-19 faraldrinum og hversu mörgum hann verður bana. En það hefur ekki fengið mikla umfjöllun að faraldurinn hefur í för með sér að færri látast af völdum mengunar. Vegna hinna víðtæku aðgerða sem gripið hefur verið til víða um heim hefur mengun frá umferð minnkað mikið.

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins. Í henni kemur fram að í Danmörku hafi mengun minnkað um 35 prósent í stóru borgunum og það muni þýða að 80 færri látist af völdum mengunar á árinu en annars. Auk þess þýðir þetta að veikindadagar verða 61.700 færri.

Þetta kemur fram í minnisblaði frá Umhverfis- og orkumiðstöðvar landsins. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Ole Hertel, prófessor við umhverfisdeild Árósaháskóla, að þetta sýni hvaða heilsufarsávinning það hefur í för með sér að draga úr mengun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið