fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Trump skipar flotanum að skjóta á írönsk farartæki ef þau ögra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 08:01

Íranski byltingarvörðurinn er Bandaríkjunum þyrnir í augum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað flota landsins að „skjóta á og eyðileggja“ farartæki íranska hersins ef þau ögra flotanum. Þessi fyrirmæli koma í kjölfar árekstra bandarískra herskipa við fallbyssuhraðbáta íranska hersins. Nýlega ögruðu íranskir fallbyssuhraðbátar bandarískum herskipum þar sem þau voru við æfingar við Kúveit.

En nú er þolinmæði Bandaríkjamanna á enda gagnvart þessu segir í umfjöllun The Independent. Eins og fyrr sagði ögruðu fallbyssuhraðbátar Írana bandarískum herskipum nýlega við Kúveit þar sem skipin voru við æfingar. 11 fallbyssuhraðbátar komu við sögu. Atburðarásin var tekin upp á myndband og á upptökunni má sjá að áhöfn eins fallbyssuhraðbátanna, hið minnsta, beindi vélbyssu að bandarísku skipi.

Íranski byltingarvörðurinn, sem á bátana, vísar gagnrýni Bandaríkjamanna á bug og segir að erfiðar aðstæður hafi komið upp vegna „ófagmannlegra og ögrandi aðgerða Bandaríkjamanna og að Bandaríkjamenn hafi ekki brugðist við aðvörunum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið