fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Ítalir orðnir þreyttir á útgöngubanni og matarskorti – Mikil ólga í samfélaginu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þriggja vikna útgöngubann og lokað samfélag deyja mörg hundruð manns enn daglega á Ítalí af völdum COVID-19. Fólk hefur ekki geta sótt vinnu og margir eru orðnir uppiskroppa með peninga og eiga ekki fyrir mat og eru auk þess búnir með þann mat sem til var.

Í umfjöllun Sky um málið kemur fram það gangi hægt að halda aftur af útbreiðslu veirunnar og samhliða því og fjölda dauðsfalla fari þolinmæði og vonir fólks dvínandi og sífellt fleiri beini sjónum sínum að efnahagslegum kostnaði þeirra aðgera sem gripið hefur verið til.

Mörg myndbönd hafa flætt um samfélagsmiðla þar sem sést hversu slæmt ástandið er hjá mörgum. Í einu þeirra sést íbúi í Apulia sem kallaði eftir lögregluaðstoð eftir að bankinn lokaði og hann gat ekki tekið lífeyri móður sinnar út, einu tekjur þeirra mæðgina. Á upptökunni sést hann öskra á lögreglumenn, segja þeim að fjölskyldan eigi enga peninga, móðir hans grátbiðja lögreglumennina um að fara heim til þeirra og sannreyna að þau eigi engan mat. Örvæntingin er mikil.

Í öðru myndbandi sést faðir með ungri dóttur sinni og ávarpar hann forsætisráðherrann og segir að það sé liðnir 15 til 20 dagar síðan þau fóru síðast út og nú séu þau komin að þolmörkum. Hann bendir síðan á dóttur sína, sem er að borða brauð, og segir:

„Eins og dóttir mín munu fleiri börn ekki fá neitt að borða eftir nokkra daga. Þú getur verið viss um að þú munt sjá eftir þessu því við munu efna til byltingar.“

Fréttir hafa borist af því að fólk hafi stolið mat úr stórverslunum því það eigi enga peninga. Hópar hafa verið stofnaðir á samfélagsmiðlum þar sem fólk sammælist um að gera áhlaup á stórmarkaði til að verða sér úti um mat.

Sky hefur eftir bæjarstjóranum í Palermo á Sikiley að glæpagengi nýti sér erfiðar aðstæður fólks og kyndi undir ofbeldi. Hann segir hættu á að fljótlega verði algjört stjórnleysi og neyðarástand.

„Óánægja og hungur fer vaxandi og við fáum tilkynningar um mótmæli og reiði sem glæpamenn nýta til að raska jafnvæginu í kerfinu. Eftir því sem lengri tími líður gengur á það sem fólk á. Það litla sparifé sem fólk á er að verða uppurið.“

Sagði borgarstjórinn Leoluca Orlando.

Ítalska ríkisstjórnin hefur heitið 25 milljörðum evra til að styðja við fjölskyldur og fyrirtæki sem hafa farið illa út úr útgöngubanninu. Margir segjast enn bíða eftir hjálp. Aðrir uppfylla ekki skilyrði fyrir hjálp því þeir hafa ekki verið skráðir opinberlega á vinnumarkaði. Í landinu er mikill fjöldi fólks sem vinnur svart, flestir í suðurhlutanum. Þetta fólk er því hvergi á skrá sem launþegar og því á það ekki rétt á stuðningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns