fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Kínverjar uppfæra dánartölur fyrir Wuhan – 50 prósent aukning

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. apríl 2020 09:15

Frá Wuhan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld uppfærðu í fyrrinótt dánartölur frá borginni Wuhan þar sem COVID-19 faraldurinn braust fyrst út. Nú segja yfirvöld að 3.869 hafi látið lífið í borginni af völdum veirunnar og er þetta 50 prósent aukning frá fyrri tölum.

Samkvæmt frétt AFP þá bættu yfirvöld 1.290 dauðsföllum við lista yfir látna. Einnig var 325 bætt við lista yfir smitaða og eru staðfest smit í borginni því 50.333.

Yfirvöld segja að mörg mál hafi verið rangt skráð eða hafi ekki verið inni í fyrri uppgjörum. DPA segir að margar heilbrigðisstofnanir hafi ekki sent skýrslur um andlát og smit fyrr en seint og um síðir og því hafi þær tölur ekki verið inni í fyrri uppgjörum. Auk þess hafi margir látist heima því sjúkrahús borgarinnar hafi verið yfirfull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum