fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

2.350 Norðmenn settir í sóttkví – „En ég ætlaði bara . . . „

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. apríl 2020 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um páskana var norska lögreglan með mikið eftirlit við sænsku landamærin og segja laganna verðir að niðurstaðan af þessu eftirliti hafi verið mikil vonbrigði. 2.350 Norðmenn voru stöðvaðir af lögreglunni fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum norskra yfirvalda um að fara ekki til Svíþjóðar vegna COVID-19 faraldursins. Allir hafa þessir Norðmenn nú verið settir í sóttkví.

Samkvæmt ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar má aðeins fara úr landi ef brýna nauðsyn ber til og það átti ekki við í tilfelli þessara Norðmanna því þeir fóru yfir til Svíþjóðar til að versla sem telst ekki beint nauðsynlegt þótt verðlag sé töluvert lægra í Svíþjóð.

Norska lögreglan hefur ekki tekið upp fast eftirlit við allar landamærastöðvar en þeir sem voru nappaðir fóru yfir landamærin á stöðum þar sem lögreglan er með fasta viðveru.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að margir hafi afsakað sig með að „ég ætlaði bara . . .“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo