fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Segja Þýskaland standa frammi fyrir efnahagslegum hamförum vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 07:30

Frá Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaðurinn sem fellur til vegna COVID-19 faraldursins mun væntanlega verða meiri en allur sá kostnaður sem hefur orðið vegna efnahagslægða og náttúruhamfara áratugum saman. Þetta segir Clemens Fuest, prófessor og forstjóri Ifo stofnunarinnar hjá Ludwig-Maximilian háskólanum í München, um efnahagslegar afleiðingar COVID-19 faraldursins í Þýskalandi.

Stofnunin hefur reiknað út nokkrar mögulegar sviðsmyndir sem sýna að í „besta falli“ sleppur Þýskaland með 7,2% efnahagssamdrátt en í versta falli verði samdrátturinn 20,6%. Í evrum talið svarar þetta til taps á milli 255 og 728 milljarða evra.

Gabriel Felbermayer, forstjóri Institut für Weltwirtschaft í Kiel, tekur í sama streng og segist óttast að Þýskaland standi nú á þröskuldi mesta samdráttarskeiðs sögunnar. Mánaðarlöng lokun samfélagsins, sem dragi úr framleiðslu um helming, kosti á ársgrundvelli 4 prósent hagvöxt. Tveggja mánaða lokun kosti 8 prósent hagvöxt. Svo mikinn samdrátt hafi Þýskaland ekki tekist á við á friðartímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“