fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Var með falda myndavél í sundlaug – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 06:00

Njósnamyndavél. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

48 ára ungverskur ferðamaður var á fimmtudaginn úrskurðaður í 13 daga gæsluvarðhald af dómara í Kaupmannahöfn. Maðurinn er grunaður um að hafa tekið upp myndir af nöktum börnum í búningsklefa DGI Byens sundlaugarinnar í Kaupmannahöfn. Hann játaði að hafa falið myndavél undir handklæði þegar hann var í búningsklefa karla og að hafa tekið upp myndir af nöktum börnum og fullorðnum.

Málið hófst með að árvökull borgari tilkynnti lögreglunni að Ungverjinn væri að afrita myndir af nöktum börnum frá upptökumyndavél sinni yfir á tölvu. Þetta var hann að gera þar sem hann sat við borð á Hostel Jørgensen í Kaupmannahöfn. Lögreglumenn hittu tilkynnandann við hótelið og benti hann þeim á Ungverjann í gegnum glugga. Lögreglumennirnir fóru inn og gáfu sig á tal við manninn og tóku tölvuna strax af honum svo hann gæti ekki eytt því sem á henni var. Hún var tengd við upptökuvél og einnig fundu lögreglumennirnir minnislykil í fórum mannsins. Hann innihélt mikið magn af myndum af körlum og börnum frá sex ára aldri og upp úr. Allar voru þessar myndir teknar í búningsklefa, bæði var um nýjar og eldri myndir að ræða.

Fyrir dómi kom fram að maðurinn kom til Danmerkur á miðvikudagsmorgun og fór nánast rakleiðis í sundlaugina til að taka upp í búningsklefanum. Miðað við myndefnið telur lögreglan að markmið mannsins hafi verið að taka nektarmyndir af drengjum á aldrinum 5 til 15 ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf