fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta sumar var lögreglan í Osló kölluð í fjölbýlishús við Christian Michelsens götu í Torshov. Þar bjó 53 ára karlmaður í félagslegri íbúð. Hann hafði í maí 2018 beðið um að fá framlengingu á leigusamningi sínum en þegar hann hafði ekki enn skrifað undir nýja samninginn í ágúst 2019 var honum sent bréf um að hann yrði fljótlega borinn út úr íbúðinni. Hann svaraði því ekki og því fóru fulltrúar borgarinnar á vettvang en náðu ekki sambandi við manninn. Þeir sáu að póstkassinn hans var yfirfullur og höfðu því samband við lögregluna.

Lögreglumenn klifruðu upp á svalir og sáu inn um glugga að beinagrind var í svefnsófa í stofunni. Rannsókn lögreglunnar leiddi ekkert í ljós sem benti til að eitthvað glæpsamlegt hefði átt sér stað, til dæmis voru engin ummerki um innbrot.

Hinn látni hét Stein Erik Holst.

TV2 segir að niðurstaða réttarmeinafræðinga hafi verið að Stein hafi verið látinn í 428 daga áður en beinagrind hans fannst. Dánardægrið var sett 1. júlí 2018. Talið er að aldrei fyrr hafi liðið svo langur tími frá andláti í Osló þar til líkið eða beinagrind fannst. Ekki var hægt að skera úr um dánarorsök hans en engir áverkar voru á beinagrindinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“