fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Segir að fals-fréttir um COVID-19 bóluefni séu orðnar að öðrum faraldri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. desember 2020 10:30

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að bólusetningar hefjist gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 en annar faraldur gæti haft neikvæð áhrif á tilraunir okkar til að ná okkur upp úr kórónuveirufaraldrinum. Þetta segir Francesco Rocca, forstjóra Alþjóðasamtaka Rauða krossins.  Hann segir að annar heimsfaraldur sé skollinn á, faraldur ósannra frétta um bóluefnin.

Þetta sagði hann á fundi samtaka fréttamanna hjá SÞ á mánudaginn. Hann sagði þá að ríkisstjórnir og stofnanir verði að grípa til aðgerða til að berjast gegn vantrausti og röngum upplýsingum. „Til að sigrast á COVID-19 verðum við einnig að sigrast á samhliða heimsfaraldri vantrausts sem hefur stöðugt haldið aftur af samstíga aðgerðum okkar gegn sjúkdómnum og getur grafið undan getu okkar til að bólusetja gegn honum,“ sagði hann.

Hann sagði að Rauði krossinn fagni þeim létti og bjartsýni sem þróun bóluefna gegn kórónuveirunni hafi í för með sér en ríkisstjórnir og stofnanir verði að byggja upp traust í samfélögum þar sem rangar upplýsingar hafa skotið rótum. Hann sagði að vaxandi efasemdir um bóluefnið séu uppi um allan heim og vitnaði í rannsókn frá Johns Hopkins háskólanum sem nær til 67 ríkja. Niðurstöður hennar sýna að traust fólks á bóluefnum gegn kórónuveirunni minnkaði mikið frá júlí fram í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Í gær

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Í gær

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar