fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Lögreglan óttast að eftirlýstur maður sé í Hong Kong og muni fremja „annan hrottalegan glæp“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 22:30

Karim Ouali. Mynd:Franska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan telur að Karim Ouali, sem er á flótta undan henni, sé nú staddur í Hong Kong og segir að hann sé hættulegur öllum þeim sem verða á vegi hans. Lögreglan segist „99% viss um að hann muni fremja annan hrottalegan glæp“.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Ouali sé eftirlýstur fyrir morðið á Jean Meyer árið 2011. „Öllum sem verða á vegi hans stafar hætta af honum,“ sagði Jacques Croly, talsmaður lögreglunnar, í samtali við Sky News. „Fólk sem hittir hann ætti að vera meðvitað um það,“ sagði hann einnig.

Lögreglan segir að Quali hafi ráðist á Meyer með exi og veitt honum fjölda áverka í flugturni í Mulhouse þar sem þeir störfuðu báðir. Ouali glímdi við þunglyndi, ofsóknaræði og geðklofa að sögn Croly. Af þessum sökum hafði læknir leyst hann undan starfsskyldum.

Talið er að Ouali hafi flúið til Sviss eftir morðið og hafi breytt O í Q í ættarnafni sínu.

Karim Ouali. Mynd:Franska lögreglan

„Hann er mjög snjall, mjög greindur. Hann hefur sent okkur fjölda falskra vísbendinga,“ sagði Croly. Talið er að hann hafi farið til Macau frá Sviss og síðan áfram til Hong Kong. Þar var hann handtekinn 2014 og settur í fangelsi í skamman tíma eftir að upp komst að hann hafði notað falsað vegabréf. Hann hvarf 2016 en fyrir tveimur árum fékk franska lögreglan ábendingu um að hann væri í Hong Kong og segir að ekkert hafi síðan komið fram sem bendi til að hann hafi farið þaðan. Hann þurfti að afhenda þarlendum yfirvöldum vegabréf sitt og er því skilríkjalaus að sögn Croly. „Hann tilheyrir ekki skipulögðum glæpasamtökum, á ekki falda peninga. Hann verður því að skapa sér nýtt líf í Hong Kong – hann á nýja konu, son og líklega nýja vini“, sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf