fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Sóknarpresturinn er grunaður um að hafa myrt Mariu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 06:55

Maria From Jacobsen. Mynd úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. október síðastliðinn yfirgaf Maria From Jakobsen, 44 ára, heimili sitt á Sjálandi. Hún var þá að sögn mjög niðurdregin. Eftir þetta hefur ekkert til hennar spurst. Hún á eiginmann og tvö börn.

Eins og DV skýrði frá 19. nóvember lýsti lögreglan eftir henni og leitaði hennar. Fjórum dögum eftir að tilkynnt var um hvarf hennar fannst bíll hennar við Bellahøj. 16. nóvember dró til tíðinda þegar lögreglan hóf umfangsmikla vettvangsrannsókn við heimili hennar. Síðdegis þann dag var tilkynnt að 44 ára karlmaður hefði verið handtekinn vegna málsins. Hann er grunaður um að hafa orðið Maria að bana.

Thomas Gotthard. Ein þeirra mynda af Thomas sem lögreglan hefur birt. Mynd:Danska lögreglan

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald og bann var lagt við að skýrt væri opinberlega frá nafni hans eða öðru sem gæti varpað ljósi á hver hann er. Eins og DV skýrði frá í nóvember þá mátti lesa úr umfjöllun danskra fjölmiðla að um eiginmann Mariu væri að ræða. Það reyndist rétt en í síðustu viku var bannið við nafnbirtingunni fellt úr gildi að kröfu lögreglunnar. Þá kom í ljós að maðurinn er Thomas Gotthard, eiginmaður Mariu. Hann er sóknarprestur í Ansgarkirken á Sjálandi.

Lögreglan krafðist þess að bannið yrði fellt úr gildi til að hún gæti leitað aðstoðar almennings. Lík Mariu hefur ekki fundist og Thomas hefur ekki verið samvinnuþýður og neitar að vera viðriðinn hvarf hennar. Lögreglan hefur því biðlað til almennings um upplýsingar um ferðir hans í kringum hvarf Mariu.

Lögreglan hefur getað kortlagt ferðir hans að hluta út frá myndum úr eftirlitsmyndavélum hér og þar en enn eru eyður í kortlagningunni.

 

Ein þeirra mynda af Thomas sem lögreglan hefur birt. Mynd:Danska lögreglan
Thomas á ferð í bíl sínum. Ein þeirra mynda af Thomas sem lögreglan hefur birt. Mynd:Danska lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju