fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Skelfileg uppgötvun vísindamanna um kórónuveiruna – „Þetta getur endað með hreinum hamförum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 05:03

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn taka reglulega sýni úr klóakkerfum í Gautaborg í Svíþjóð til að fylgjast með þróun kórónuveirusmita í borginni. Niðurstöður nýjustu sýnatökunnar voru vægast sagt slæmar og brá vísindamönnunum mjög í brún.

Þeir fundu 100 sinnum meira af kórónuveirunni í sýnum sem voru tekin í síðustu viku en í vikunni þar á undan. Magnið var 60 sinnum meira en í febrúar og mars þegar fyrsta bylgja faraldursins náði hámarki í Svíþjóð.

„Ég fæ í magann við að hugsa út í þetta. Þetta getur endað með hreinum hamförum,“ hefur Gautaborgarpósturinn eftir Heléne Norder, faraldsfræðingi og prófessor í örverufræði við læknadeild Gautaborgarháskóla.

„Það er mikið áhyggjuefni að svo margir þeirra sem eru smitaðir vita það ekki því þeir eru einkennalausir. Ég óttast að smitum muni fjölga um jól og áramót,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið