fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Slæmar fréttir frá SÞ – Stefnir í að meðalhitinn hækki um þrjár gráður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 16:31

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að losun CO2 út í andrúmsloftið hafi dregist saman um sjö prósent á þessu ári er útlitið svart hvað varðar hækkun meðalhita. Hann mun hækka um þrjár gráður á þessari öld að því er segir í nýrri skýrslu frá UNEP, umhverfisáætlun SÞ.

Það er þó ljós í myrkrinu að ef mannkyninu tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður hægt að halda hækkun meðalhitans nær markmiðum Parísarsáttmálans sem kveður á um að stefnt skuli að því að hann hækki ekki um meira en tvær gráður á öldinni.  En SÞ benda á að það dugi ekki bara að koma með fögur fyrirheit, aðgerðir verði einnig að fylgja.

Segja samtökin að með því að byggja á „grænni endurreisn“ eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar og öðrum aðgerðum sé hægt að halda hækkun meðalhitans undir 1,5 gráðum á öldinni.

„2020 er á leið til að verða eitt af hlýjustu árum sögunnar og skógareldar, óveður og þurrkar halda áfram að auka á ringulreiðina. En þrátt fyrir þetta sýnir skýrsla UNEP að græn endurreisn eftir heimsfaraldurinn getur dregið mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og lagt sitt af mörkum til að stöðva loftslagsbreytingarnar,“ sagði Inger Andersen, framkvæmdastjóri UNEP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol