fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Rúmlega 3.000 létust af völdum COVID-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 05:15

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa um langa hríð varað við fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og síðan aftur í kjölfar jóla og áramóta. En margir virðast ekki hafa viljað hlusta á þessar viðvaranir því dánartölur hækka dag frá degi. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans frá í nótt þá létust rúmlega 3.000 af völdum sjúkdómsins sólarhringinn á undan.

Tölurnar miðast við frá klukkan 00.30 aðfaranótt miðvikudags til sama tíma í nótt, miðað við íslenskan tíma. Á þessum 24 klukkustundum létust 3.071 og þar með fór heildarfjöldi látinna af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum í 289.188.

The Guardian segir að minnst 15.000 hafi látist af völdum COVID-19 síðustu vikuna og að rúmlega 2.000 hafi látist daglega síðustu tvær vikur.

Heildarfjöldi greindra smita í Bandaríkjunum er nú kominn yfir 15 milljónir síðan faraldurinn braust út.

Í gær lágu 106.000 COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali