fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Dæmd í fangelsi – Stal peningum og eyddi þeim í fjárhættuspil á netinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertug kona var í síðustu viku dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi af undirrétti á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Hún var fundin sek um rúmlega hundrað fjársvik á netinu.

Konan, sem heitir Laura Luna Gallegos, komst yfir NemId-upplýsingar, sem eru rafrænar auðkenningar í Danmörku, og stolin greiðslukort. Þetta notaði hún til að taka lán, í nafni annarra, hjá ýmsum lánastofnunum.

Hún millifærði meðal annars háar fjárhæðir á reikninga hjá spilavítum á netinu og eyddi þeim í fjárhættuspil hjá þeim. Einnig notaði hún stolin greiðslukort til að versla á netinu.

Þetta gerði hún á árunum 2017 til 2019.

Hún var ákærð fyrir 173 brot, sem snerust nær öll um fjársvik á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr