fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Dæmd í fangelsi – Stal peningum og eyddi þeim í fjárhættuspil á netinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertug kona var í síðustu viku dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi af undirrétti á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Hún var fundin sek um rúmlega hundrað fjársvik á netinu.

Konan, sem heitir Laura Luna Gallegos, komst yfir NemId-upplýsingar, sem eru rafrænar auðkenningar í Danmörku, og stolin greiðslukort. Þetta notaði hún til að taka lán, í nafni annarra, hjá ýmsum lánastofnunum.

Hún millifærði meðal annars háar fjárhæðir á reikninga hjá spilavítum á netinu og eyddi þeim í fjárhættuspil hjá þeim. Einnig notaði hún stolin greiðslukort til að versla á netinu.

Þetta gerði hún á árunum 2017 til 2019.

Hún var ákærð fyrir 173 brot, sem snerust nær öll um fjársvik á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð