fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Dæmdur í 25 ára fangelsi – Kveikti í þremur kirkjum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 20:15

Holden Matthews. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Holden Matthews, 23 ára, var nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi í Creole sýslu í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann þarf einnig að greiða 2,66 milljónir dollara í bætur til kirknanna sem hann kveikti í. Hann var fundinn sekur um að hafa kveikt í þremur kirkjum í sýslunni. Allar tengdust þær sögu svartra í ríkinu.

Matthews játaði að hafa af ásettu ráði kveikt í kirkjunum sem tilheyrðu söfnuðum svartra baptista. Þetta gerði hann á tíu dögum í mars og apríl 2019. Hann sagðist hafa kveikt í þessum kirkjum til að reyna að styrkja feril sinn sem „Black Metal“ tónlistarmaður. Hann hermdi því eftir norskum tónlistarmanni, einnig „Black Metal“, sem kveikti í fjórum kirkjum í Noregi á tíunda áratugnum. CNN skýrir frá þessu.

Kirkjurnar, sem Matthews kveikti í, gjöreyðilögðust allar. Sögu þeirra mátti rekja aftur til endurreisnartímabilsins í kjölfar Þrælastríðsins. Margar kynslóðir svartra Bandaríkjamanna höfðu komið í þessar kirkjur í gegnum tíðina til að iðka trú sína að sögn Eric Dreiband aðstoðardómsmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt