fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Kórónuveiran barst fyrr til Evrópu en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 17:30

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn sýnir að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, barst mun fyrr til Evrópu en áður var talið. Rannsóknin leiddi í ljós að veiran var á sveimi á Ítalíu strax í september 2019 en fyrsta smitið á Ítalíu var skráð í bæ nærri Mílanó þann 21. febrúar á þessu ári.

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar ítölsku krabbameinsstofnunarinnar INT í Mílanó. Þetta þýðir þá að veiran, sem heitir SARS-CoV-2, barst mun fyrr frá Kína en áður var talið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að faraldurinn hafi hafist í Wuhan í Kína í desember 2019.

Niðurstöður ítölsku rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Tumori Journal að sögn TV2. Rannsóknin byggist á rannsóknum á sýnum úr 959 sjálfboðaliðum sem tóku þátt í lungnakrabbameinsrannsókn frá september 2019 til mars 2020. Rannsóknin leiddi í ljós að 11% þátttakendanna höfðu þróað mótefni gegn kórónuveirunni fyrir febrúar.

Greining sem háskólinn í Siena gerði á sýnum leiddi í ljós að fjórir höfðu þróað mótefni gegn veirunni í október 2019 en það þýðir að viðkomandi smituðust í september að sögn Giovanni Apolone, sem vann að rannsókninni.

Í mars sögðu ítalskir vísindamenn að alvarlegum lungnabólgutilfellum og inflúensutilfellum hafi fjölgað mjög í Langbarðalandi á síðasta ársfjórðungi 2019 en það getur bent til að kórónuveiran hafi þá þegar verið komin á kreik þar. Langbarðaland var eitt þeirra svæða á Ítalíu sem fór verst út úr faraldrinum í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því