fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Hræðileg mistök – Sögðu Elísabetu II látna sem og fjölda annarra þekktra einstaklinga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 05:50

Elísabet II er sögð þreytt á fólki sem talar bara en gerir ekkert. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska fréttastofan Radio France International gerði hræðileg mistök á mánudaginn. Þá birti hún minningargrein um Elísabetu II Bretadrottningu og sagði að drottningin væri látin, 94 ára að aldri. En Elísabet er ekki látin og við ágætis heilsu þrátt fyrir háan aldur.

Samkvæmt frétt Dagbladet þá var drottningin ekki eina fórnarlamb mistaka hjá Radio France International á mánudaginn því fréttastofan sagði einnig að rúmlega eitt hundrað aðrir þekktir einstaklingar væru látnir.  Þar á meðal voru Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, sem er 96 ára, Brigitte Bardott, sem er 86 ára, og hinn níræði Clint Eastwood. Einnig var sagt að Ali Khamenei, trúarleiðtogi Írans, væri látinn.

Minningargreinar um fólkið voru birtar á mörgum heimasíðum fréttastofunnar og á síðum margra samstarfsaðila hennar, þar á meðal Google, Yahoo og MSN. Greinarnar voru fljótlega fjarlægðar og hefur fréttastofan beðist afsökunar á málinu og sagt að um tæknilega bilun hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik