fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Norska lögreglan viðurkennir stór mistök í máli Tom Hagen

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 05:50

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur viðurkennt að hafa gert stór mistök í rannsókninni á hvarfi og væntanlega morðinu á Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló fyrir rúmum tveimur árum. Eiginmaður hennar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa orðið henni að bana eða að hafa verið í vitorði með þeim sem urðu henni að bana. Lík hennar hefur ekki fundist.

Lögreglan hélt því lengi fram að Tom hefði eytt upplýsingum um tvö símtöl í síma Anne-Elisabeth daginn sem hún hvarf. Nú hefur lögreglan viðurkennt að þetta er ekki rétt. Agnes Beate Hemiø, lögreglufulltrúi, staðfesti þetta í samtali við VG.

Lögreglan hefur eytt miklum tíma í að kortleggja tímalínu atburða í tengslum við hvarf og morðið á Anne-Elisabeth. Meðal annars hefur verið stuðst við rafræn gögn, þar á meðal upplýsingar um símtöl og sms.

Yfirlit yfir símanotkun Anne-Elisabeth sýnir að Tom hringdi í hana klukkan 10.06 og 10.07 daginn örlagaríka, þann 31. október 2018. Tom hringdi úr gömlum Nokia síma en lögreglunni hefur ekki tekist að finna gögn í símanum um þessar hringingar. Af þeim sökum hélt hún því fram að hann hefði eytt upplýsingum um þau til að reyna að leyna sporum sínum.

Þegar Tom var handtekinn í lok apríl á þessu ári og úrskurðaður í gæsluvarðhald af undirrétti þá voru símagögn eitt mikilvægasta sönnunargagn lögreglunnar að sögn VG. Lögmannsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn síðan úr gildi, taldi ekki nægilega góðar sannanir liggja fyrir í málinu.

Nú er komið í ljós að sú tegund Nokia síma, eins og Tom notaði, eyðir sjálf skráningum um símtöl og því hafði lögreglan rangt fyrir sér allan tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið