fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Það eru að minnsta kosti 300 milljónir hugsanlega byggilegra pláneta í Vetrarbrautinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 22:00

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Vetrarbrautinni okkar er mikið af plánetum, sem hugsanlega eru lífvænlegar og byggilegar, eða 300 milljónir eftir því sem bandaríska geimferðastofnunin NASA segir. Þetta er byggt á níu ára rannsóknum með Kepler geimsjónaukanum. Með Kepler fundu vísindamenn mörg þúsund fjarplánetur en stóra spurningin er auðvitað hversu margar þeirra eru byggilegar í raun og veru?

Vísindamenn um allan heim hafa rýnt í gögnin frá Kepler og telja sig nú hafa fundið svarið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þeirra, sem hafa verið birtar í The Astronomical Journal, eru um 300 milljónir pláneta, sem eru hugsanlega byggilegar, í Vetrarbrautinni. Með byggilegum plánetum er átt við plánetur úr föstu efni þar sem vatn er að finna. CNN skýrir frá þessu.

Í fréttatilkynningu frá NASA segir að þetta sé varfærið mat, hugsanlega „geti þær verið miklu fleiri“. Sumar þeirra eru það nálægt að flokka má þær sem „geimnágranna“ en þær sem næst eru eru í 20 ljósára fjarlægð.

„Kepler hefur nú þegar sýnt okkur að það eru milljarðar pláneta en núna vitum við að góður hluti af þeim gætu verið úr föstu efni og byggilegar,“ er haft eftir Steve Bryson, vísindamanna hjá NASA, í fréttatilkynningu.

Rannsóknin var sameiginlegt verkefni á heimsvísu og komu vísindamenn hjá NASA að því auk vísindamanna um allan heim.

Samkvæmt mati NASA þá eru 100 til 400 milljarðar stjarna í Vetrarbrautinni. Um hverja þeirra er líklega að minnsta kosti ein pláneta á braut, það þýðir að í Vetrarbrautinni eru líklega billjónir pláneta en við höfum aðeins fundið nokkur þúsund þeirra. Plánetur þurfa að uppfylla mörg skilyrði til að teljast lífvænlegar, þar á meðal um andrúmsloft og efnafræðilega samsetningu. Til að þrengja hringinn þá höfðu vísindamennirnir nokkur grunnskilyrði að leiðarljósi. Þeir leituðu að stjörnum sem líkjast sólinni okkar hvað varðar aldur og hitastig en það þýðir að virkni stjarnanna er ekki of mikil og ekki er of heitt nærri þeim. Þeir leituðu einnig að fjarplánetum sem eru svipaðar í radíus og jörðin. Þeir völdu síðan úr þær sem þykja líklegar til að vera úr föstum efnum. Einnig var tekið með í reikninginn hversu langt pláneturnar voru frá stjörnum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri