fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn lofar góðu – Gætu komið með „antabus“ kókaíns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 13:30

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er engin lyfjameðferð til gegn kókaínfíkn en danskir og bandarískir vísindamenn eru nú komnir vel áleiðis með að þróa virkt efni sem vinnur gegn kókaínfíkn. Það má kannski líkja efninu við „antabus“ sem er notað í meðferð áfengissjúklinga.

Í umfjöllun BT um málið er haft eftir Claus Juul Løland, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að hægt sé að nota metadon við heróínfíkn. „Efnið sem við vonumst til að geta þróað verður hægt að nota á nokkurn veginn sama hátt gegn kókaínfíkn,“ sagði hann.

Vísindamennirnir fengu nýlega styrk frá Lundbecksjóðnum upp á sem svarar til um 110 milljóna íslenskra króna til að rannsaka hvort nýja efnið getur lokað fyrir vímuáhrif kókaíns.

„Eitt er að við sjáum að efnið lokar á áhrif kókaínsins. Allt annað er að skilja af hverju efnið gerir þetta,“ sagði Løland. „Efnið mun ekki gera út af við löngunina í kókaín en hugsunin er að það geti gert áhrif þess að engu þannig að fólk komist ekki í vímu. Það ætti að geta hjálpað sumum að hætta notkuninni, alveg eins og þau áhrif sem antabus hefur á áfengissjúklinga.“

Efnið er ekki væntanlegt á markað alveg á næstunni og sagðist Løland reikna með að nokkur ár séu í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“