fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ný rannsókn lofar góðu – Gætu komið með „antabus“ kókaíns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 13:30

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er engin lyfjameðferð til gegn kókaínfíkn en danskir og bandarískir vísindamenn eru nú komnir vel áleiðis með að þróa virkt efni sem vinnur gegn kókaínfíkn. Það má kannski líkja efninu við „antabus“ sem er notað í meðferð áfengissjúklinga.

Í umfjöllun BT um málið er haft eftir Claus Juul Løland, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að hægt sé að nota metadon við heróínfíkn. „Efnið sem við vonumst til að geta þróað verður hægt að nota á nokkurn veginn sama hátt gegn kókaínfíkn,“ sagði hann.

Vísindamennirnir fengu nýlega styrk frá Lundbecksjóðnum upp á sem svarar til um 110 milljóna íslenskra króna til að rannsaka hvort nýja efnið getur lokað fyrir vímuáhrif kókaíns.

„Eitt er að við sjáum að efnið lokar á áhrif kókaínsins. Allt annað er að skilja af hverju efnið gerir þetta,“ sagði Løland. „Efnið mun ekki gera út af við löngunina í kókaín en hugsunin er að það geti gert áhrif þess að engu þannig að fólk komist ekki í vímu. Það ætti að geta hjálpað sumum að hætta notkuninni, alveg eins og þau áhrif sem antabus hefur á áfengissjúklinga.“

Efnið er ekki væntanlegt á markað alveg á næstunni og sagðist Løland reikna með að nokkur ár séu í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau