fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Danir fara á svig við sóttvarnarreglur – Halda samkvæmi í Malmö

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 18:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk yfirvöld hafa gripið til harðra sóttvarnaraðgerða til að reyna að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Grímuskylda hefur verið sett á opinberum stöðum, fólki er ráðlagt að ferðast ekki út fyrir landsteinana og strangar fjöldatakmarkanir hafa verið settar og mega nú 10 manns koma saman í einu að hámarki. En sumir eiga erfitt með að sætta sig við þetta og fara eftir reglum og bregða sér því yfir Eyrarsund til Malmö þar sem þeir leigja samkomusali til að halda brúðkaupsveislur.

Ástæðan er að í Svíþjóð gilda ekki eins strangar reglur um fjölda þeirra sem mega koma saman hverju sinni. BT skýrir frá þessu og hefur eftir Behroz Amzehi, sem á eitt stærsta samkomuhúsið í Malmö, að um 12 Danir hafi hringt í hann eftir að nýju reglurnar tóku gildi og viljað færa brúðkaupsveislur sínar til Malmö.

Hann sagði að aðallega væri um að ræða fólk sem er ættað frá Afganistan, Íran og Arabaríkjum.

„Þeir vildu vita hvort hægt væri að halda brúðkaupsveislu með skömmum fyrirvara og spurðu um verðið. Það var eins og þeir væru að hringja á nokkra staði til að fá verðtilboð. Ég gerði þeim tilboð og einn tók því,“ er haft eftir honum.

Fyrir fjórum vikum hélt dönsk fjölskylda, af afgönskum ættum, 200 manna brúðkaupsveislu hjá Amzehi.

„Þetta var veisla þar sem gestirnir komu frá Danmörku og Svíþjóð. Fjölskylda, vinir og skólasystkin samankomin,“ er haft eftir honum.

Vegna kórónuveirufaraldursins var handspritt á borðum og gerð krafa um að fólk héldi eins metra fjarlægð sín á milli en Amzehi sagði að í raun hafi sú krafa ekki verið virt allan tímann.

„Reglurnar segja að það eigi að halda ákveðinni fjarlægð á milli en fólk fer nær en það þegar það situr og borðar og þegar það dansar,“ sagði hann.

Talið er að hátt hlutfall þeirra smita sem hafa komið upp í Danmörku í annarri bylgju faraldursins megi rekja til fjölmennra samkoma og því voru strangar fjöldatakmarkanir settar.

Amzehi sagðist telja að fimm eða sex af þeim sem hann ræddi við hafi ákveðið að halda veislurnar sínar í Malmö en vissi jafnframt um eina fjölskyldu sem hætti við af því að gestirnir vildu ekki fara til Svíþjóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið