fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Leiðtogar Gylltrar dögunar fundnir sekir um að hafa stýrt glæpasamtökum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 14:05

Yiorgos Roupakias var fundinn sekur um morðið á Pavlos Fyssas. Mynd:EPA/PANTELIS SAITAS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll í Grikklandi fann í gær leiðtoga hægrisinnaða þjóðernisflokksins Gylltrar dögunar seka um að hafa stýrt glæpasamtökum og er þar átt við Gyllta dögun. Flokkurinn var áður einn af áhrifamestu stjórnmálaflokkum landsins, ekki síst þegar landið glímdi við gríðarlega skuldakreppu eftir fjármálahrunið 2008. Þá var flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi landsins.

Yfirvöld hófu rannsókn á flokknum eftir morðið á 34 ára rappara, Pavlos Fyssas, 2013 en hann var vinstrisinnaður. Áfrýjunardómstóllinn hafði áður dæmt Yiorgos Roupakias, sem er félagi í Gylltri dögun, fyrir morðið. Í tengslum við rannsókn á því voru margir leiðtogar flokksins handteknir.

Réttarhöldin hafa staðið yfir í fimm ár og í gær var loks kveðinn upp dómur í málinu. Engir flokksmenn voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna frekar en þeir voru við upphaf málsins.

Mörg þúsund manns voru samankomnir við dómshúsið og héldu margir á skiltum með áletrunum á borð við: „Þeir eru ekki saklausir“, „Burt með nasistana“ og „Lífstíðarfangelsi fyrir morð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“