fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Leiðtogar Gylltrar dögunar fundnir sekir um að hafa stýrt glæpasamtökum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 14:05

Yiorgos Roupakias var fundinn sekur um morðið á Pavlos Fyssas. Mynd:EPA/PANTELIS SAITAS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll í Grikklandi fann í gær leiðtoga hægrisinnaða þjóðernisflokksins Gylltrar dögunar seka um að hafa stýrt glæpasamtökum og er þar átt við Gyllta dögun. Flokkurinn var áður einn af áhrifamestu stjórnmálaflokkum landsins, ekki síst þegar landið glímdi við gríðarlega skuldakreppu eftir fjármálahrunið 2008. Þá var flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi landsins.

Yfirvöld hófu rannsókn á flokknum eftir morðið á 34 ára rappara, Pavlos Fyssas, 2013 en hann var vinstrisinnaður. Áfrýjunardómstóllinn hafði áður dæmt Yiorgos Roupakias, sem er félagi í Gylltri dögun, fyrir morðið. Í tengslum við rannsókn á því voru margir leiðtogar flokksins handteknir.

Réttarhöldin hafa staðið yfir í fimm ár og í gær var loks kveðinn upp dómur í málinu. Engir flokksmenn voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna frekar en þeir voru við upphaf málsins.

Mörg þúsund manns voru samankomnir við dómshúsið og héldu margir á skiltum með áletrunum á borð við: „Þeir eru ekki saklausir“, „Burt með nasistana“ og „Lífstíðarfangelsi fyrir morð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku