fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Segja að Baba Vanga hafi spáð fyrir um veikindi Trump – Missir heyrn og fær heilaæxli að hennar sögn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 05:24

Baba Vanga hefur verið kölluð Nostradamus Balkan-landanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur búlgörsku spákonunnar Baba Vanga, sem er einnig þekkt sem Nostradamus Balkanskagans“ segja að hún hafi spáð fyrir um „dularfull veikindi“ Bandaríkjaforseta árið 2020. Segja þeir að samkvæmt spádómi hennar þá muni Trump missa heyrnina og fá heilaæxli af völdum COVID-19.

Meðal fyrri spádóma hennar, sem aðdáendur hennar telja að hafi ræst, eru flóðbylgjan mikla í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 en hún varð tæplega 230.000 manns að bana. Hún er einnig sögð hafa séð hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001 fyrir sem og Brexit.

Vanga ólst upp á sveitabæ þar sem nú er Norður-Makedónía og missti sjónina í sandstormi. Segja aðdáendur hennar að þetta hafi fært henni „aðra sýn“ sem gerði henni kleift að spá fyrir um framtíðina en margir spádómar hennar eru sagðir hafa gengið eftir. Mirror skýrir frá.

Vanga skrifaði spádóma sína aldrei niður en búlgörsk stjórnvöld tóku hana svo alvarlega að hún var sett á laun hjá ríkinu og ríkisráðnir ritarar voru látnir skrá spádóma hennar og samtöl hennar við fólk sem leitaði til hennar.

En ekki hafa allir spádómar hennar ræst og svo virðast margir þeirra ekki verða opinberir eða að minnsta kosti túlkaðir „rétt“ fyrr en eftir að atburðirnir eiga sér stað.

Veikindi Trump áttu að eiga sér stað á síðasta ári samkvæmt einni útgáfu spádóma hennar og kjarnorkustríð sem hún spáði á árunum 2010 til 2014 varð sem betur fer ekki að veruleika.

Varðandi framtíðarspádóma hennar þá spáði hún fyrir um breytta sporbraut jarðarinnar 2023 og uppgötvun nothæfrar aðferðar til tímaferðalaga árið 2304. Síðast spádómur hennar er fyrir árið 5079 en þá á alheimurinn að líða undir lok. Við verðum víst bara að bíða og sjá hvort þetta rætist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“