fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 22:30

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Mexíkó hafa fram að þessu staðfest að 89.000 hafi látist af völdum COVID-19 þar í landi. En hin raunverulega dánartala er líklega mun hærri eða um 140.000. Heilbrigðisráðuneyti landsins viðurkennir þetta.

Fram til 26. september voru dauðsföll í landinu 193.170 fleiri en þau hefðu átt að vera í venjulegu árferði. Þetta er reiknað út með því að bera fjölda dauðsfalla á ákveðnu tímabili saman við fjölda dauðsfalla á sama tíma árin á undan.

Talið er að rúmlega 139.000 af þessum umframdauðsföllum tengist COVID-19 eða 50.000 fleiri en opinberar tölur segja til um. Yfirvöld hafa viðurkennt að ekki sé alltaf kannað hvort COVID-19 hafi orðið fólki að bana þegar lík eru krufin og dánarvottorð gefin út. Þau höfðu áður sagt að líklega hefðu um 104.000 látist af völdum kórónuveirunnar en viðurkenna nú að líklega sé talan um 140.000.

Mexíkó er í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem faraldurinn hefur orðið flestum að bana. Bandaríkin eru í efsta sæti þessa lítt eftirsóknarverða lista með 225.000 dauðsföll. Brasilía kemur þar næst með um 157.000 dauðsföll og Indland þar á eftir með um 120.000. Mexíkó er í fjórða sæti með 89.000 dauðsföll en ætti kannski frekar að vera í því þriðja með 139.000 dauðsföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum