fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Aðventuljósin vekja mikla athygli – „Allir með standpínu fyrir framan Jesú“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 05:16

Hvað finnst þér? Er þetta ósmekklegt?Mynd:Star Trading

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðventuljós, eins og sjást á myndinni sem fylgir þessari frétt, hafa vakið töluverða athygli og umræðu í Svíþjóð að undanförnu. Mörgum þykja þessi ljós eiginlega frekar ósmekkleg, aðrir sjá húmor í þessu og enn aðrir vita eiginlega ekki hvaða skoðun þeir eiga að hafa á þessu.

Það er staðsetning ljósanna á persónunum sem margir misskilja og kannski ekki furða þegar ljósin eru skoðuð. Þau eiga að tákna hendur sem biðja en á samfélagsmiðlum eru mörg þúsund manns annarrar skoðunar. Aftonbladet skýrir frá þessu.

„Mér datt fyrst í hug að þetta liti út eins og lítil barnaníðingsvagga og að allir standi með standpínu fyrir framan Jesú. Mér brá við þetta, þetta er hræðilegt,“

hefur Aftonbladet eftir Maria frá Kalmar. Hún sagði jafnframt að hún geti ímyndað sér að hönnuðurinn hafi ætlað að búa til fín aðventuljós en árangurinn hafi ekki verið sem skyldi, hrein mistök.

Hvað finnst þér? Er þetta ósmekklegt?Mynd:Star Trading

Það er fyrirtækið Star Trading sem selur aðventuljósin. Í samtali við Sænska ríkisútvarpið sagði talsmaður fyrirtækisins að þau væru búin til fyrir gott málefni og að ef fólk sjái eitthvað annað sé það með undarlegt hugmyndaflug.

Margir hafa tjáð sig um ljósin á Facebook og Twitter:

„Aðventuljós ársins?“

„Undarlegt að vera svona mikið með kynlíf á heilanum. Ég sé bara falleg aðventuljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro