fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Óvenjulegir grímuklæddir bankaræningjar – Verða ekki sóttir til saka

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 05:45

Hér sjást sökudólgarnir. Mynd:Peninsula Humane Society & SPCA (PHS/SPCA)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir „grímuklæddir“ ræningjar brutust nýlega inn í banka í Redwood City í Kaliforníu. Aðferðir þeirra voru eins og í æsispennandi kvikmyndum, þeir skriðu eftir loftstokkum og duttu síðan niður á gólf. Um tvo þvottabirni var að ræða.

Það var viðskiptavinur, sem var að taka peninga út úr hraðbanka, sem sá til dýranna á miðvikudaginn eftir því sem ABC Eyewitness News segir. Á myndum sem viðskiptavinurinn tók sjást þvottabirnirnir spóka sig í bankanum og sitja á borði.

Er hann að leita að verðmætum eða mat? Mynd:Peninsula Humane Society & SPCA (PHS/SPCA)

Það skemmdi þó væntanlega ánægju þeirra af „bankaráninu“ að einhver hringdi í dýraverndunarsamtökin the Society for the Prevention of Cruelty to Animals sem sendi fólk á vettvang.

Eftir 10 mínútna eltingarleik tókst að koma dýrunum út.

Vettvangsrannsókn leiddi í ljós að dýrin höfðu klifrað upp tré, sem er við hlið bankans, og þaðan inn í loftstokkinn þaðan sem þau duttu niður á gólfið. Það voru loppuför á trénu sem komu upp um hvaða leið þvottabirnirnir fóru. Ljóst er að þeir verða ekki sóttir til saka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“