fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Bjó til falskan prófíl á netinu – Nú hefur faðir hans hlotið dóm sem kynferðisbrotamaður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 05:41

Merki Instagram. Mynd:EPA-EFE/SASCHA STEINBACH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2018 fór samtal fram á samfélagsmiðlinum Instagram á milli fimmtugs norsks karlmanns og annars aðila, sem hann hélt vera 13 ára stúlku. Maðurinn bað stúlkuna um að senda sér nektarmyndir og myndbönd og sendi henni nektarmyndir af sjálfum sér.

TV2 skýrir frá þessu. Eftir að samskiptin hófust fengu þau fljótt á sig kynferðislegan tón og ákveðið var að hittast til að stunda kynlíf.

„Ég tek smokka með,“

skrifaði maðurinn og bætti við:

„Við getum líka gert það án þeirra.“

En hann vissi ekki að það var sonur hans sem stóð á bak við prófíl 13 ára stúlkunnar.

Mál mannsins var nýlega tekið fyrir hjá dómstólum og var hann dæmdur í 24 daga fangelsi og til að greiða sakarkostnað. Í dómsorði kemur fram að sonurinn hafi viljað komast að hvort faðir hans væri með barnklám undir höndum og hafi því byrjað á þessu.

Málið fór svo langt að maðurinn fór til Bardufoss, þar sem hann og „stúlkan“ höfðu ákveðið að hittast, en þá sat sonurinn víðsfjarri í suðurhluta Noregs. Í kjölfarið á þessu kærði sonurinn föður sinn.

Maðurinn sagði lögreglunni að hann hefði ekki haft áhuga á að stunda kynlíf með stúlkunni. Hann hafi ætlað að komast að hver stúlkan væri svo hann gæti hjálpað henni. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki sett sig í samband við barnaverndaryfirvöld eða lögreglunni sagðist hann ekki hafa haft tíma til þess.

Verjandi hans sagði að dómnum verði áfrýjað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum

Sökuð um að hafa myrt ungabarn fyrir 27 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við

Skuggalega sagan á bak við myndina – Áhyggjulaus í sturtu en nokkrum mínútum síðar tók hryllingurinn við