fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 21:30

Holly Courtier.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum hvarf Holly Courtier, 38 ára, þegar hún var í gönguferð í Zion þjóðgarðinum í Utah í Bandaríkjunum. Mikil leit var gerð að henni og bar hún árangur á sunnudaginn þegar Courtier fannst heil á húfi. Það voru gestir í þjóðgarðinum sem sáu til hennar og gerðu leitarmönnum viðvart.

People skýrir frá þessu. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að fjölskyldan ráði sér varla af gleði yfir að hún hafi fundist á lífi. Leitarmönnum var þakkað fyrir að hafa lagt nótt við dag í leit að henni.

Courtier týndist þann 6. október. Síðast sást til ferða hennar við bifreiðastæði í þjóðgarðinum þegar hún fór út úr rútu þar. Ekki er vitað hvernig henni tókst að halda sér á lífi allan þennan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali