fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Donald Trump í sóttkví – Grunur um kórónuveirusmit

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 03:14

Trump og Hicks. Mynd: EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er að eiginn frumkvæði kominn í sóttkví eftir að náinn aðstoðarmaður hans greindist með COVID-19. Forsetinn og eiginkona hans, Melania, bíða nú eftir niðurstöðu sýnatöku.

Sky News skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir sóttkví forsetahjónanna er að einn helsti og nánasti ráðgjafi Trump, Hope Hicks, greindist með smit í gær. Hún ferðaðist með Trump á kosningafund á miðvikudaginn.

Trump skrifaði á Twitter að Hope, sem hafi lagt svo hart að sér og hafi ekki einu sinni tekið sér smá frí, hafi greinst með COVID-19.

„Hræðilegt! Forsetafrúin og ég bíðum nú eftir niðurstöðum úr okkar sýnum. Á meðan verðum við í sóttkví!“

Hope Hicks, sem er 31 ár, ferðaðist margoft með forsetanum undanfarna viku, þar á meðal í þyrlu forsetans og flugvél hans.

Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu:

„Forsetinn tekur heilsu og öryggi sjálfs síns og allra sem vinna með honum og bandarísku þjóðinni mjög alvarlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála