fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hollendingar loka börum og veitingastöðum vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 05:55

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með deginum í dag verður börum, kaffihúsum og veitingastöðum í Hollandi gert að loka. Þetta er hluti af hertari aðgerðum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sagði Mart Rutte, forsætisráðherra, í gærkvöldi.

Sala áfengis verður einnig óheimil eftir klukkan 20. Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði hann að nú yrði gripið til lokunar samfélagsins að hluta.

„Við finnum fyrir þessu en þetta er eina leiðin. Við verðum að vera strangari,“

sagði hann.

Takmörk verða sett á hversu margir mega safnast saman og allir 13 ára og eldri verða að nota andlitsgrímur á almannafæri. Aðgerðirnar gilda í tvær vikur til að byrja með en ekki er talið útilokað að þær verði framlengdar sagði Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra. Hann sagði einnig að ef aðgerðirnar beri ekki tilætlaðan árangur geti verið nauðsynlegt að herða þær enn frekar og loka samfélaginu að fullu.

Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali 387 smit greinst á hverja 100.000 íbúa. Í gær voru staðfest smit 7.400 sem er ekki fjarri því að vera met á einum sólarhring. Til samanburðar má geta þess að í Þýskalandi greindust 5.100 smit í gær en þar búa um 83 milljónir en í Hollandi rúmlega 17 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“