fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Opna umdeilda strönd eftir 46 ára lokun – Vænta aukinnar spennu á svæðinu í kjölfarið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 19:08

Varosha. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að spenna muni aukast á Kýpur eftir opnun strandar við draugabæinn Varosha. Yfirvöld á norðurhluta eyjunnar ætla að opna ströndina á nýjan leik en hún hefur verið lokuð frá 1974 þegar Tyrkir hertóku hluta eyjunnar sem hefur verið skipt í tvennt síðan.

Varosha, sem heitir Maras á tyrknesku, hefur verið draugabær á einskismannslandi síðar um 40.000 íbúar bæjarins flúðu þegar Tyrkir gerðu innrás á eyjuna og hernámu norðurhlutann. Norðurhlutinn er aðeins viðurkenndur sem ríki af Tyrklandi. Tyrkir gerðu innrás eftir skammvinnt valdarán, sem var undir grískum áhrifum, sem skipti eyjunni upp í grískan hluta og tyrkneskan hluta.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Tyrkir styðji ákvörðun stjórnvalda á Norður-Kýpur um að opna ströndina á nýjan leik.

„Með guðs vilja byrja þeir að nota Marasströndina á fimmtudagsmorgun,“

sagði hann.

Stjórmálamenn á Kýpur og í Grikklandi telja að opnunin muni auka enn á spennuna á milli Grikkja og Tyrkja sem er töluverð fyrir. Ríkin hafa deilt um boranir Tyrkja eftir olíu og gasi í Miðjarðarhafi sem bæði Grikkir og stjórnvöld á suðurhluta Kýpur telja ólöglegar því ríkin gera einnig kröfu um yfirráð yfir þessum svæðum. Tyrknesk herskip hafa fylgt rannsóknarskipum við þessar boranir og bæði Grikkland og Tyrkland hafa staðið fyrir heræfingum á svæðinu til að sýna mátt sinn. Grikkir njóta stuðnings Frakka og Ítala í þessum deilum. Deilurnar eru sérstaklega viðkvæmar í ljósi þess að Tyrkir eru aðilar að NATO eins og Grikkland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar