fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Fékk þriggja ára fangelsi fyrir að gera líf foreldra sinna óbærilegt

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sjö ára karlmaður, Nicholas Hazell, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hótanir. Málið þykir býsna óvenjulegt enda beindust hótanirnar að móður hans og stjúpföður. Hazell var dæmdur fyrir að brjóta gegn lögum sem komið var á fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis árið 2018.

Dómurinn féll í Durham-sýslu á Englandi en hótanirnar byrjuðu fyrir alvöru þegar Hazell missti vinnuna. Þar sem hann var atvinnulaus og húsnæðislaus fékk hann að búa hjá móður sinni og stjúpföður, en óhætt er að segja að sambúðin hafi ekki gengið vel.

Fyrir dómi kom fram að hann hafi meðal annars heimtað peninga frá móður sinni. Þegar hann fékk ekki það sem hann bað um trylltist hann og hafði í alvarlegum ofbeldishótunum.

Í eitt skiptið fengu foreldrar hans nóg af honum og vísuðu honum á dyr. Hazell var þó kominn aftur inn á heimilið skömmu síðar eftir að hafa einmitt haft í hótunum. Í eitt skiptið beitti hann móður sína líkamlegu ofbeldi, en þá hrinti hann henni í stól og hrækti á hana. Þá otaði hann skrúfjárni að hálsi móður sinnar og stjúpföður. Þá tók hann stjúpföður sinn hálstaki, sló hann utan undir og hellti bjór yfir hann.

Hazell var handsamaður af lögreglu eftir að móðir hans hringdi eftir aðstoð. Hann reyndi að vísu að flýja á bifreið sinni en lögregla veitti honum eftirför og náði að stöðva för hans. Hann var einnig dæmdur fyrir ofsaakstur en í eftirförinni ók hann á 160 kílómetra hraða.

Dómurinn er óskilorðsbundinn og til 39 mánaða. Eftir að hann lýkur afplánun tekur við tólf mánaða tímabil án ökuréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað