fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Næstum þriðji hver Þjóðverji telur að leynileg öfl stýri heiminum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 05:25

Frá mótmælum í Berlín nýlega. Mynd: EPA-EFE/CLEMENS BILAN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar hafa verið iðnir við að mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og samsæriskenningar eiga upp á pallborðið hjá mörgum. Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að þriðji hver Þjóðverji telur öruggt eða líklegt að heiminum sé stýrt af leynilegum öflum.

Það var Konrad Adenauser-Stiftung sem gerði könnunina. Í ljós kom að 11% eru vissir um að „til séu leynileg öfl sem stýra heiminum“ en 19% telja það líklegt. Um fjórðungur sagði að „líklega“ væri það rangt. Aðeins 35% höfnuðu þessari kenningu algjörlega.

En þegar spurt var hvaða leynilegu öfl þetta séu var minna um svör. Sjötti hver hafði ekkert svar við því. Þeir sem höfðu svar við þessu bentu flestir á banka eða stórkapítalista, bandarískar, rússneskar eða ísraelskar leyniþjónustur. Sumir sögðu bara auðugar fjölskyldur en aðrir nefndu Rotschild- og Rockefeller-fjölskyldurnar. Mörg önnur svör komu fram, til dæmis fengu geimverur atkvæði.

Þegar rýnt er betur í svörin er ekki mikill munur á skoðunum fólks eftir því hvar það býr en hins vegar skipta pólitískar skoðanir meira máli hvað það varðar. Kjósendur þjóðernisflokksins Alternative für Deutschland (AfD) eru flestir, eða 58%, þeirrar skoðunar að leynileg öfl stýri heiminum. Kjósendur Græningja og vinstri flokksins Die Link eru ekki eins sannfærðir en um fimmtungur þeirra sagðist telja að leynileg öfl stýri heiminum.

Menntun skiptir einnig máli. Þeim mun meiri menntun, þeim mun minni líkur á að fólk telji að leynileg öfl stýri heiminum. Þeir svarendur sem aðhyllast kenninguna um að leynileg öfl stýri heiminum nota almennt ekki þýska ríkisfjölmiðla og telja þá ótrúverðuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“