fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hlýjasta sumar sögunnar á Svalbarða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 11:35

Frá Svalbarða þar sem hlýnar með ári hverju. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svalbarði, sem er eitt nyrsta byggða ból heims, er eitthvað sem við tengjum venjulega við kulda, snjó og ísbirni. En sumarið var mjög heitt þar, raunar það hlýjasta frá upphafi mælinga.

Talsmaður norsku veðurstofunnar sagði að hitinn á Svalbarða hafi verið öfgakenndur í sumar og hækkandi hitastig hafi verið mjög greinilegt þar síðustu 30 ár. Þróun síðustu 30 ára sé allt önnur en þróunin 90 ár þar á undan. Það sé greinilegt að sumrin verði sífellt hlýrri og að sumir í ár hafi verið mjög óvenjulegt.

Skráning veðurathugana á Svalbarða hófst 1899 og sló hitinn í sumar öll met. Meðalhitinn yfir sumarmánuðina þrjá er breytilegur á milli ára. Fram til 1990 sveiflaðist hann yfirleitt um hálfa til eina gráðu á milli ára. Frá 1997 hefur meðalhitinn ekki farið undir meðaltalið eitt einasta sumar.

Hlýjasti dagurinn í sumar var 25. júlí þegar hitinn mældist 21,7 gráða.

Skýringin á þessum mikla hita eru heitir loftstraumar frá Rússlandi. Frekar svalt var í Vestur-Evrópu og það þýðir að hlýtt hefur verið austar í álfunni. Þessi hiti virðist hafa fengið smá „spark“ þannig að hann barst enn lengra norður og náði til Svalbarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum