fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Enn drepast fílar í tugatali – Enginn veit ástæðuna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 21:35

Einn af dauðu fílunum. Mynd: EPA-EFE/STR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fundust ellefu fílar dauðir nærri Hwange þjóðgarðinum í Simbabve. Ekki löngu áður fundust 275 fílar dauðir í nágrannaríkinu Botsvana. Enginn veit af hverju dýrin drápust.

The Guardian skýrir frá þessu. Vísindamenn hafa tekið blóðsýni úr dýrunum í þeirri von að þau geti veitt einhver svör. Yfirvöld segja að veiðiþjófar hafi ekki verið að verki því ekki hafi verið búið að fjarlægja tennur fílanna en það eru þær sem veiðiþjófarnir sækjast eftir.

The Guardian hefur eftir Tinashe Farawo, talsmanni þjóðgarðsins, að ekki sé heldur líklegt að blásýra hafi orðið dýrunum að bana því engin dýr af öðrum tegundum hafi drepist á óútskýrðan hátt á sama tíma.

Það er vel þekkt að veiðiþjófar noti eitur til að drepa fíla til að komast yfir fílabeinið.

En fílarnir í Simbabve eru ekki einu fílarnir sem hafa drepist að undanförnu.  Frá í maí hafa að minnsta kosti 275 fílar fundist dauðir í Botsvana. Ekki er vitað hvað drap þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið