fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Qatar Airways hefur endurgreitt farþegum rúmlega 160 milljarða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 07:15

Vél frá Qatar Airways. Mynd: EPA-EFE/WALLACE WOON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars hefur flugfélagið Qatar Airways endurgreitt viðskiptavinum sínum sem nemur rúmlega 160 milljörðum íslenskra króna. Endurgreiðslurnar eru tilkomnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem lamaði starfsemi flestra flugfélaga að miklu eða öllu leyti.

Rúmlega 600.000 viðskiptavinir hafa fengið endurgreitt frá félaginu því þeir þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum. Akbar Al Baker, forstjóri Qatar Airways, segir að farþegar félagsins vilji og eigi skilið að sveigjanleiki og traust einkenni viðskiptin og það sé von félagsins að viðskiptavinirnir treysti á það. Endurgreiðslurnar muni eflaust hafa áhrif á afkomu félagsins en það sé skylda félagsins að gera það sem er rétt fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila.

Félagið hefur nú afgreitt 96% allra beiðna frá viðskiptavinum sínum um endurgreiðslu eða breytingar á ferðaáætlunum sem hafa borist síðan í mars. Þegar verst lét leituðu 10.000 viðskiptavinir til félagsins á dag.

Félagið hefur tekið upp sveigjanlegri bókunarstefnu þannig að viðskiptavinir geti á auðveldan hátt breytt ferðadagsetningum og áfangastöðum. 36% prósent viðskiptavina félagsins hafa valið aðra lausn en endurgreiðslu eftir að heimsfaraldurinn braust út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kompany krotar undir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 5 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás