fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Bill Gates svarar óhugnanlegum samsæriskenningum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 20:37

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er einn auðugasti maður heims. Hann hefur verið iðinn við að gefa peninga til ýmissa góðgerðar- og samfélagsmálefna. Hann hefur lengi haft sérstakan áhuga á bóluefnum og ýmsu öðru tengdu heilbrigðismálum. Hann hefur gefið háar fjárhæðir til þróunar bóluefnis gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og fylgist vel með framvindu mála um allan heim. En Gates er vinsælt viðfangsefni samsæriskenningasmiða og annarra sem telja sig sjá skrattann í hverju horni.

Gates og eiginkona hans, Melinda Gates, hafa fram að þessu gefið 350 milljónir dollara til þróunar á bóluefni gegn kórónuveirunni. Í viðtali við Bloomberg ræddi Gates væntingar sínar til bóluefnis.

„Fyrsta bóluefnið verður ekki fullkomið hvað varðar virkni gegn sjúkdómnum og smiti. Það mun ekki veita langvarandi vörn og það verður aðallega notað í ríkum löndum sem bráðabirgðalausn. Við erum heppin ef við fáum bóluefni fyrir árslok. En á næsta ári verði nokkur bóluefni örugglega samþykkt.“

Sagði hann.

En þrátt fyrir að hann hafi dælt peningum í bóluefnaþróun hefur það ekki orðið til þess að allir hafi trú á því sem hann er að gera. Meðal vinsælla samsæriskenninga um Gates er að á bak við gjafmildi hans liggi óhugnanlegar fyrirætlanir. Til dæmis að hann sé að reyna að þróa bóluefni sem geti hjálpað honum að ná stjórn á heilum fólks í gegnum 5G tæknina.

Hann ræddi þetta aðeins í viðtalinu og sagði þetta vera undarlegt.

„Þeir líta á þá staðreynd að ég tengist þróun bóluefnis og snúa á hvolf, svo þetta líti út fyrir að í staðinn fyrir að ég gefi peninga til einhvers sem bjargar mannslífum þá græði ég á einhverju sem drepur fólk. Ef þetta verður til þess að fólk lætur ekki bólusetja sig eða vill ekki nota andlitsgrímur, þá er það stórt vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós