fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Eignir Trump hafa rýrnað um 300 milljónir dollara á einu ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 06:59

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er á brattann að sækja hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í stjórnmálunum þessa dagana og það gengur líka illa í viðskiptalífinu. Samkvæmt Bloomberg Billionaires Index hafa eignir forsetans rýrnað um 300 milljónir dollara síðasta árið. Þær nema nú 2,7 milljörðum dollara.

Það er verðlækkun á fasteignum Trump sem hefur valdið þessari lækkun. Hún hófst með lækkun á verðmæti skrifstofubygginga Trump-samsteypunnar og heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert ástandið enn verra.

Mesta verðfallið hefur orðið á Trump Tower á Fifth Avenue, skrifstofubyggingu á 40 Wall Street og eignum sem hann á með Vornando Realty Trust en það fyrirtæki fjárfestir aðallega í eignum á Manhattan.

Golfvellir forsetans hafa einnig átt á brattann að sækja að undanförnu, meðal annars vegna þess að fátt ungt fólk hefur laðast að golfi og byrjað að spila það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali