fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Fyrstu kórónuveirusmitin á Nýja-Sjálandi eftir 102 smitlausa daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 07:01

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn fögnuðu Nýsjálendingar því að 100 dagar voru liðnir án þess að kórónuveirusmit greindist innanlands. En tveimur dögum síðar greindust fjögur smit í Auckland og hafa „þriðja stigs“ hömlur verið settar á í borginni af þeim sökum.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagði í gær að fjögurra manna fjölskylda hefði greinst með COVID-19. Hún sagði íbúum borgarinnar að halda sig heima til að hægt sé að halda aftur af útbreiðslu veirunnar og að fólk eigi að hegða sér „eins og það sé með COVID og allir í kringum það séu með COVID“.

Fólk er hvatt til að vinna heima og aðeins fara út af heimilum sínum ef nauðsynlegt er, til dæmis til að versla í matinn. Ardern hvatti fólk einnig til að missa sig ekki í innkaupum, engin ástæða sé til að hamstra mat og aðrar nauðsynjavörur.

Skólum og leikskólum verður lokað nema hvað börn þeirra sem teljast sinna lykilstörfum í samfélaginu fá gæslu. Ekki mega fleiri en tíu safnast saman. Börum og veitingastöðum verður lokað og ferðir til og frá Auckland verða takmarkaðar við að fólk sem býr þar má koma heim og þeir fara sem búa annars staðar. Sem sagt engar skemmtiferðir til höfuðborgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir