fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 17:00

Ivanka Trump. Mynd:U.S. Department of State

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar, Jared Kushner, eru bæði titluð sem ráðgjafar í Hvíta húsinu. En þau störf virðast ekki taka mikinn tíma því þau koma að minnsta kosti ekki í veg fyrir að þau sinni viðskiptum af miklum móð. Þau högnuðust vel á síðasta ári en samkvæmt upplýsingum sem voru birtar í síðustu viku höfðu þau sem nemur um 5 milljörðum íslenskra króna í hagnað af rekstri sínum á síðasta ári.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að tekjurnar komi úr ýmsum áttum en stærsti hlutinn er tilkominn vegna kaupa og sölu á fasteignum. Ekki kemur fram í upplýsingunum hverjar eignir hjónanna eru. New York Times segir að heildarinnkoma hjónanna á síðasta ári gæti hafa verið sem nemur allt að 100 milljörðum íslenskra króna.

Jared Kushner sést hér við hlið Donald Trump tengdaföður síns.

Kushner, sem er meðeigandi í fasteignafélaginu Kushner Companies, hefur oft verið gagnrýndur fyrir að halda áfram að stunda fasteignaviðskipti á meðan hann sinnir ráðgjafastörfum fyrir tengdaföður sinn í Hvíta húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir