fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Neil Young er ósáttur við tónlistarval Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 20:05

Donald Trump á kosningafundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski rokkarinn Neil Young er allt annað en sáttur við að Donald Trump leiki tónlist hans á kosningafundum sínum. Það er í raun eitt og annað sem bendir til að Trump sé mikill aðdáandi Young en á hinn bóginn er fátt sem bendir til að Young sé mikill aðdáandi Trump.

Á föstudaginn stóð Trump fyrir samkomu til að fagna því að 244 ár voru liðin frá því að Bandaríkin fengu sjálfstæði frá Bretlandi voru þrjú af lögum Young leikin og það reitti hann til reiði. Huffington Post skýrir frá þessu.

Í athugasemd við myndband á Twitter, þar sem sýnt var frá samkomunni, gerði Young það ljóst að hann er ekki sáttur við að Trump noti tónlist hans í tengslum við fundahöld sín.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Young lýsir andstöðu við notkun Trump á tónlist sinni. Young fékk bandarískan ríkisborgararétt í janúar og við það tilefni birti hann bréf til Trump á heimasíðu sinni. Í bréfinu lét hann Trump hafa það óþvegið og sagði hann „smánarblett“ á Bandaríkjunum. Einnig kom skýrt fram að hann vilji ekki að Trump noti tónlist hans á fundum sínum.

Auk Young hafa listamenn og hljómsveitir á borð við The Rolling Stones, Elton John, Adele, Village People og R.E.M. krafist þess að Trump hætti að nota tónlist þeirra á kosningafundum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“