fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
FréttirPressan

„Hún settist niður og síðan byrjuðu þau að níðast á mér“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 05:40

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ghislaine Maxwell, 58 ára Breti, er nú í gæsluvarðhaldi í New York. Hún var handtekin í Bradford í New Hampshire í síðustu viku af bandarísku alríkislögreglunni FBI. Hún er grunuð um aðild að barnaníði Jeffrey Epstein en þau voru lengi vel par. Maxwell hafði verið í felum í eitt ár en hún fór í felur þegar Epstein var handtekinn síðasta sumar. Epstein framdi sjálfsvíg skömmu áður en réttarhöld yfir honum áttu að hefjast. Hann var ákærður fyrir barnaníð og að hafa selt barnungar stúlkur í vændi.

Maxwell, sem var eitt sinn unnusta hans, er af mörgum sögð hafa verið hægri hönd Epstein. Margar konur hafa stigið fram og skýrt frá hvernig þær lentu í klóm Epstein. Sumar þeirra segja að Maxwell hafi komið þar við sögu.

Jeffrey Epstein.

Maria Farmer kom fram í áströlsku útgáfu „60 Minutes“ á sunnudaginn auk fleiri fórnarlamba Maxwell og Epstein. Farmer sagði þar að hún hafi margoft séð þegar Maxwell lokkaði ungar stúlkur til Epstein.

„Margoft, þegar ég var í bílnum með henni, bað hún bílstjórann um að stoppa. Hún gekk að skólanum, almenningsgarðinum eða hvað það nú var, skrifaði símanúmerið sitt og rétti barni, ungri stúlku,“ sagði Farmer sem sagðist síðar hafa séð þessar sömu stúlkur í íbúð Epstein.

Farmer lýsti því einnig hvernig Maxwell hefði sjálf farið með hana inn í herbergi Epstein.

„Hann lá þar og sagði: „Hérna, sestu niður.“ Alveg við hlið hans. Síðan settist Ghislaine hinum megin og þau byrjuðu að níðast á mér. Það eina sem ég hugsaði um allan tímann þegar ég lá þarna var að systir mín hefði verið með þessu fólki. Systir mín var bara 16 ára. Hún hafði verið alein með þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“