fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Deilur um nektarmyndir enduðu með morði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn dæmdi dómstóll í Herning í Danmörku þá Jan Weng Jensen, 39 ára, og Rasmus Stærk, 33 ára, í 13 ára fangelsi fyrir morð. Fórnarlamb þeirra var Kenneth Linde Simonsen, 47 ára, en hann fannst látinn austan við Skjern í febrúar á síðasta ári. Hann lést af völdum áverka sem hann hlaut vegna fjölda högga og sparka sem hinir dæmdu létu dynja á honum.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Jensen og Stærk hefðu í sameiningu staðið að morðinu. Annar þeirra sagði fyrir dómi að þeir hefðu látið höggin dynja á Simonsen því hann hefði verið með nektarmyndir af sameiginlegri vinkonu þeirra í fórum sínum.

Jensen átti í kynferðislegu sambandi við umrædda konu á þessum tíma og hafði gert Simonsen ljóst að hann mætti ekki sýna neinum myndirnar. Simonsen neitaði að vera með nektarmyndir af konunni.

Þessu trúði Jensen ekki og byrjað að slá hann og síðan byrjaði Stærk einnig að láta höggin dynja á honum. Þeir skildu Simonsen síðan eftir og báru fyrir dómi að hann hefði staðið í lappirnar þegar þeir yfirgáfu hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað