fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Uppvakningaeldar og gríðarlegur hiti ógna norður Síberíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 05:40

Sífreri í Síberíu bráðnar í svona hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er óvenjulega heitt í norður Síberíu, hitinn á svæðinu er búinn að vera óvenjuhár í langan tíma. Sums staðar hefur hitinn verið tíu gráðum hærri en í venjulegu árferði. Í bænum Verkhojansk, sem norðan heimskautsbaugs, mældist nýlega 38 stiga hiti. Hitatölurnar hafa ekki enn verið staðfestar af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, ef stofnunin staðfestir mælinguna verður þetta mesti hiti sem mælst hefur fyrir norðan heimskautsbaug.

Hitinn í norður Síberíu hefur verið mun hærri en venjulega síðan í desember/janúar. Samkvæmt Martin Stendel, loftlagssérfræðingi hjá dönsku veðurstofunni er það afar óvenjulegt að svo heitt sé á svæðinu í svo langan tíma. Þrátt fyrir að oft verði miklar hitasveiflur í Síberíu, bæði á milli mánaða og á milli ára, er ástandið nú mjög óvenjulegt. Martin segir enn fremur að breytingarnar á veðurfarinu undanfarna mánuði séu það miklar að ólíklegt megi telja að þær hefðu átt sér stað án loftslagsbreytinganna.

Uppvakningaeldar liggja og krauma

Maí mánuður í ár var sá heitasti sem mælst hefur í heiminum og þetta ár gæti orðið óvenjulega hlýtt. Árið 2020 gæti orðið eitt af hlýjustu árum sem mælst hafa, jafnvel það hlýjasta. Í allan vetur hefur verið hæð yfir Síberíu, en henni hafa fylgt heitir vindar. Á svæðum í Síberíu, sem yfirleitt eru þakin snjó langt fram í maí, hefur allan snjó tekið upp fyrir löngu.

Þetta hefur það í för með sér að stór svæði túndru og skóglendis eru orðin mun þurrari en í venjulegu árferði, þar af leiðandi hafa orðið fleiri gróðureldar en venjulega. Í raun gætu eldarnir hafa kraumað mánuðum saman. Í Síberíu getur maður nefnilega upplifað svokallaða uppvakningaelda, það eru eldar sem slokkna ekki alveg, en geta haldið áfram að krauma undir yfirborðinu allan veturinn og geta svo skyndilega blossað upp aftur.

Gróðurhúsalofttegundir gætu sloppið undan sífreranum

Í Síberíu er að finna ein stærstu svæði sífrera í heiminum. Víða er sífrerinn mjög þykkur, en meðal annars í kringum Ural fjöllin og Yamal skagann, er hann mun þynnri. Þar er jarðvegurinn ekki lengur freðinn allt árið vegna hinna miklu hita sem verið hafa á svæðinu.

Hækkandi hitastig og gróðureldar geta valdið því að með tímanum þiðni þykkari lög af sífrera og þrátt fyrir að þróunin sé hæg getur þiðnum sífrerans haft alvarlegar afleiðingar fyrir loftslagið um allan heim. Undir sífreranum er mikið magn gróðurhúsalofttegunda, þar á meðal metangas og koltvísýringur. Það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar um heim allan ef allar þessar lofttegundir myndu sleppa út í andrúmsloftið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?