fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Risastór eldhnöttur yfir Ástralíu – Sérfræðingar vita ekki hvað þetta var

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 21:35

Eldhnötturinn. Mynd:Perth Observatory

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku birtist risastór eldhnöttur á himninum yfir Pilbara í norðvesturhluta Ástralíu. Vísindamenn vita ekki með vissu hvað var hér á ferð eða hvaðan eldhnötturinn kom.

Samkvæmt frétt ABC News þá er það eina sem vísindamenn eru sammála um að ekki var um neitt af mannavöldum að ræða né gervihnött sem hrapaði inn í gufuhvolfið og brann upp.

Eldhnötturinn sást allt frá Cape Lambert til Hope Downs í Pilbara. Einnig bárust tilkynningar um dularfullt ljós frá fólki í Northern Territory og South Australia. Lýstu sjónarvottar  þessu sem sérstöku ljósi sem skildi eftir sig slóð á himninum.

Þrátt fyrir að vita ekki með vissu hvað þetta var þá segja vísindamenn að fólk geti haldið ró sinni því þetta hafi ekki verið geimverur í innrásarhug, þetta hafi verið náttúrulegt fyrirbæri en óvíst sé hvers kyns það hafi verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 1 viku

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu