fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Ráku mörg þúsund manns til að komast í gegnum heimsfaraldurinn – Fá milljónabónus

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. maí 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í baráttunni við að lifa heimsfaraldur kórónuveirunnar af hefur bílaleigurisinn Hertz gripið til þess ráðs að segja rúmlega 10.000 starfsmönnum upp síðan í apríl. Í síðustu viku sótti fyrirtækið um gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum en hún veitir fyrirtækinu skjól og gerir því kleift að endurskipuleggja reksturinn. En sumir starfsmenn virðast vera verðmætari en aðrir því skjöl sýna að fyrirtækið greiddi nú í maí fjölda yfirmanna milljónabónusa.

Fyrirtækið greiddi um 340 yfirmönnum 16,2 milljónir dollara, sem svarar til rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna, í bónus sem er ætlað að fá þá til að halda áfram að starfa hjá fyrirtækinu.

Sú kvöð sem fylgir bónusgreiðslunum er að ef starfsmennirnir hætta hjá Hertz fyrir 31. mars á næsta ári, að eigin frumkvæði, þá verða þeir að endurgreiða hann.

Hertz er rúmlega 100 ára gamalt fyrirtæki og var með um 38.000 starfsmenn um allan heim á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér